mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip bundin við bryggju í Færeyjum vegna olíukreppunnar

7. júlí 2008 kl. 13:20

„Hækkun olíuverðs undanfarið hefur gert það að verkum að það borgar sig ekki lengur an senda að stærri togskipin, 40 metrar og lengri, til veiða og nokkur þeirra hafa því legið bundnir við bryggju í rúman mánuð,” sagði Viberg Sørensen formaður Føroya reiðarafelags eða Útvegsmannafélags Færeyja í samtali við Fiskifréttir.

„Í dag eru sex eða sjö úthafsveiðiskip hætt veiðum vegna hækkandi olíuverðs og ég veit um fleiri sem eiga í verulegum vanda af sömu ástæðu, bæði línuskip og netabáta. Eins og staðan er núna borgar sig einfaldlega ekki að senda stóru skipin til veiða þrátt fyrir að kvótastaða þeirra sé góð,” sagði Viberg.