mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip lenti í árekstri við brú!

6. febrúar 2013 kl. 14:46

Storholm brúin.

Gerði ekki ráð fyrir nýbyggðri brú á siglingarleiðinni til Storebø í Austevoll í Noregi

 

Danskur síldartogari, sem var á leið til Storebø í Austevoll í Noregi, hefur greinilega ekki uppfært siglingakortið í tölvunni nægilega vel. Skipið sigldi nú í vikunni á Storholmbrúna sem er tiltölulega nýbyggð og var opnuðu fyrir umferð árið 2007.

Skipið var á leið til löndunar hjá Norway Pelagic í Storebø með um 290 tonn af norsk-íslenskri síld. Brúin er um 440 metra löng og siglingarhæðin undir hana er 18 metrar. Það dugði ekki til. Áreksturinn var ekki harður en höggið var þó nógu mikið til að mastrið á stýrishúsinu brotnaði og loftnet og búnaður til gervihnattasamskipta eyðilagðist.