sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skipsvél knúin jurtaolíu

23. apríl 2008 kl. 13:53

Í dag kl. 10 mun rannsókna- og þróunarsvið Siglingastofnunar Íslands gangsetja í rannsóknarskyni skipavél sem knúin er jurtaolíu (bíódísel).

Hefur stofnunin af þessu tilefni fengið aðgang að vélasal Fjöltækniskólans og N1 látið í té bæði skipadísel og bíódísel, að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar.

Að því best er vitað hefur skipavél aldrei áður verið keyrð á bíódísel hér á landi en markmið rannsóknanna er að gera mælingar á afgasinu og bera þær saman við mælingar á afgasi frá skipadísel.

Bíódíselið er repjuolía sem hægt er að rækta á Íslandi sem vetrarrepju og því hugsanleg á landsvæði sem annars eru ekki notuð til ræktunar matvæla. Aðrar afurðir repjunnar sem ekki nýtast í jurtaolíu eru fóðurkökur til dýraeldis. Vegna þess hve próteinrík repjan er, eru til dæmis Norðmenn farnir að nýta þessar fóðurkökur við þorskeldi