laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skýrslan segir fyrningarleiðina ófæra

18. maí 2010 kl. 17:53

„Þótt skýrsluhöfundar komi sér hjá því að segja það berum orðum dylst engum sem les skýrslu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) að niðurstaða hennar er að fyrningarleiðin er ófær," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Skýrslan, sem RHA vann fyrir starfshóp skipaðan af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, hefur nú verið gerð opinber.

Í skýrslunni segir m.a. orðrétt: „Innköllun aflaheimilda hefur mikil áhrif á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Það er niðurstaða okkar að 20 ára innköllun fiskveiðiheimilda leiði til gjaldþrots sjávarútvegsfyrirtækja sem ráða yfir 40%-50% af aflaheimildum og eru þau samsvarandi hlutfall af tekjum greinarinnar."

Friðrik segir margt í skýrslunni vekja spurningar, bæði hvað varðar nálgun viðfangsefnisins og eins þær ályktanir sem skýrsluhöfundar draga. „Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að hluti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja ráði við það að kvótinn sé tekinn af  þeim á 20 árum. Samt liggur ljóst fyrir að fyrirtækin yrðu ekki til eftir þann tíma og væru reyndar horfin miklu fyrr," segir Friðrik og spyr: „Er það orðið markmið að fyrirtæki hverfi?"

Sjá nánar á vef LÍÚ, HÉR