miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sleppa nánast engum smáfiski

21. nóvember 2013 kl. 09:00

Pokinn tekinn í veiðarfærarannsóknum á Árna Frðrikssyni í haust. Pokinn er inni í yfirneti sem safnar öllum þeim fiski sem sleppur í gegnum möskva pokans. MYND/GUÐMUNDUR BJARNASON

Nýjar rannsóknir leiða í ljós að möskvastærð í poka hefur ekki þau áhrif sem talið var

Möskvastærð er fjarri því að vera mikilvægasti þáttur í kjörhæfni poka. Smáfiskur sleppur ekki út um möskva í þeim mæli sem áður var talið og reglugerðir um stjórn veiða byggjast á. Þetta eru niðurstöður nýrra veiðarfærarannsókna Hafrannsóknastofnunar og kollvarpa þær fyrri hugmyndum.

„Staðan er sú að stór hluti flotans virðist nota veiðarfæri sem sleppa nánast engum smáfiski út. Það er því augljóst að breyta þarf reglugerðum um umbúnað veiðarfæra, en fyrst þarf að finna lausn,“ segir Haraldur Einarsson, veiðarfærasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Fiskifréttir.

Haraldur tók þó fram að togveiðar væru nánast eingöngu stundaðar á veiðislóð þar sem alla jafna væri lítið um smáfisk.

Helstu niðurstöður úr rannsóknunum eru:

·         Möskvastærð er fjarri því að vera mikilvægasti þáttur í kjörhæfni poka!

·         Ummál poka í samhengi við ummál á belgenda, hefur mikil áhrif á kjörhæfni. Víðari poki lækkar kjörlengd. Mjórri poki hækkar kjörlengd.

·         Efni í neti hefur áhrif á kjörhæfni. Það getur verið mjög mikill munur á kjörhæfni á sama poka eða milli gerð poka á milli ólíkra trolla.

·         Stærð eða mismunandi hönnun á vörpum hefur mikil áhrif á kjörhæfni poka.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.