þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sómalskir sjóræningjar með 383 gísla í haldi

11. október 2010 kl. 12:29

Sjóræningjar frá Sómalíu eru um þessar mundir með samtals 18 skip og 383 gísla í haldi, samkvæmt upplýsingum sérsveitar á vegum Evrópusambandsins, sem berst gegn sjóránum á Indlandshafi.  

Þrátt fyrir stórauknar aðgerðir bæði af hálfu Evrópusambandsins og annarra ríkja, sem felast í reglulegu eftirliti í Adenflóa og á öðrum svæðum Indlandshafs, hefur ekki tekist að útrýma sjóránum Sómalanna. Þeir hafa einfaldlega fært sig annað. Nýjasta gíslatakan átti sér stað um 250 mílur norður af Madagaskar en þar var skip frá Taiwan með 14 manna áhöfn tekið.

Frá ársbyrjun 2009 hafa yfir 160 árásir sómalskra sjóræningja verið skráðar meðfram ströndum Sómalíu og sérstaklega í Aden-flóa. Venjulega er skipum og gíslum skilað aftur þegar lausnargjald hefur verið greitt.

Sjávarútvegsvefurinn fis.com skýrir frá þessu.