föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spá hækkun á ýsuverði á næsta ári

15. október 2013 kl. 12:26

Ýsa

Fiskkaupmenn á Humber-svæðinu hafa áhyggjur á niðurskurði á ýsukvóta í Barentshafi

Rússar og Norðmenn hafa komið sér saman um niðurskurð á ýsukvóta í Barentshafi á næsta ári. Ýsukvótinn þar er engu að síður sá stærsti á norðurslóðum.

Heildarkvóti í ýsu í Barentshafi verður 178.500 tonn á næsta ári og dregst hann saman um 21.500 tonn. Norðmenn fá að veiða 88.115 tonn. Á vef FishUpdate segir að fiskkaupendur á Humber-svæðinu á Bretlandi hafi áhyggjur af þessum niðurskurði og spái því að ýsuverð muni því hækka á næsta ári.