þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spáð alvarlegum skorti á lýsi

11. febrúar 2011 kl. 15:49

Lax

Umhverfissamtök mæla með jurtaolíu í fóður fyrir fiskeldi

Bresku umhverfissamtökin Marine conservation Society (MSC) leggja nú hart að þeim sem útvega breskum fiskeldisfyrirtækjum fóður að draga úr notkun á lýsi í fóðurframleiðslunni.

Á það er bent að framboð á lýsi í heiminum sé takmarkað en fiskieldi eins og laxeldi vaxi stöðugt. Því sé sífellt meiri þörf á að finna eitthvað til að koma í stað lýsis og er þá helst horft til jurtaolíu. Vitnað er í nýja skýrslu frá Noregi þar sem því er spáð að alverlegur skortur verði á lýsi jafnvel innan næstu tveggja til þriggja ára.

MSC hélt nýlega stóra ráðstefnu um málið í Edinborg og fékk til þess styrki frá þremur stærstu fóðurframleiðendunum, EWOS, Biomar og Skretting. Þar var lögð áhersla á að finna ný hráefni í fiskfóður, bæði til að mæta vaxandi þörf í framtíðinni en samtökin telja einnig að draga þurfi úr því að auðlindin í hafinu sé nýtt í fóðurframleiðslu. Frá þessu er greint á vefnum fishupdate.com. Þess er látið ógetið að fiskur sem alinn er á “grasi” er snauður af Omega-3 fitusýrum.