

Aðsend mynd
Sporðskurðarvélin
Á Sjávarútvegsráðstefnunni, sem hófst í Reykjavík í morgun, voru verðlaun fyrir framúrstefnuhugmynd ráðstefnunnar afhent. Fyrir valinu varð sporðskurðarvél sem Unnsteinn Guðmundsson í Grundarfirði hefur hannað, en hún hefur verið í þróun og prófunum á þessu ári hjá G.RUN hf. í Grundarfirði með mjög góðum árangri.
Vélin sker sporðinn af bolfiski fyrir flökun sem leiðir til betri nýtingar, minni flökunargalla og mun betri roðdráttar. Hlutfall þess sem fer í marning og blokk er mun lægra nú eftir að farið var að sporðskera sem skilar sér í dýrari afurðir og einnig hafa afköst aukist til muna.