föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærðarstillanlegir hlerar

7. ágúst 2015 kl. 09:26

Nýju Flipper hlerarnir.

Ný gerð toghlera frá Thyborøn í Danmörku, er komin í notkun á Íslandi og Grænlandi.

Ný gerð toghlera frá Thyborøn í Danmörku, er komin í notkun á Íslandi og Grænlandi. Heiti hlerana er T20 eða ,,FLIPPER“ og eru þessir hlerar nýjung að því leyti að minnka má yfirborð þeirra um allt að 17% frá fullri stærð með því að færa til spjöld afstast á hleranum. Það veldur því að mótstöða þeirra í togi minnkar um allt að 24%.

,,Þessi möguleiki gefur notandanum einnig kost á því að breyta átakshorni hleranna með því að opna eða loka einni eða fleiri af þeim fjórum lúgum eða opum sem eru á hverjum hlera,“ segir Guðbjartur Þórarinsson, markaðs- og sölustjóri útgerðarvara hjá Hampiðjunni á vefsíðu fyrirtækisins.

Guðbjartur segir að Venus NS, hið nýja og glæsilega skip HB Granda, og grænlenska skipið Ilivileq GR séu þegar komin með 14 og 15 fermetra Flipper T20 hlera í notkun og sé árangurinn af notkun þeirra mjög góður. Þá er Birtingur NK að fara af stað Flipper T20 en þeir toghlerar eru sjö fermetrar að flatarmáli.

,,Það er komin góð reynsla á þessa nýju hleragerð. Hún hefur reynst afar vel og það er ótvíræður kostur að geta minnkað og stækkað hlerana miðað við mismunandi aðstæður og stærð veiðarfæra. Bara með því að opna efstu lúguna þá má halla hleranum inn um fimm gráður. Það má því segja að hér sé komnir á markað toghlerar sem slái tvær flugur í einu höggi,“ segir Guðbjartur Þórarinsson.

Sjá einnig myndskeið HÉR