föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta fiskiskip Dana í smíðum

19. ágúst 2015 kl. 08:35

Ruth

Nóta- og togskip sem getur veitt með tveimur trollum

Stærsta fiskiskip Dana, HG 264 Ruth, er í smíðum. Skipið kom í höfn í Skagen fyrr í vikunni þar sem það verður innréttað og fullklárað hjá Kartensens skipamíðastöðinni. Ráðgert er að verkinu ljúki í mars á næsta ári. Þetta kemur fram á vefnum fiskeriforum.dk.

Ruth verður með heimhöfn í Hirtshals. Um er að ræða nóta- og togskip sem er 87,8 metrar að lengd. Smíðakostnaður er áætlaður um 250 milljónir danskra króna sem er rétt tæpir 5 milljarðar íslenskir.

Skipið verður útbúið með nýjasta og besta tæknibúnaði og að sögn útgerðarmannsins verður þetta fyrsta uppsjávarskipið sem getur veitt með tveimur trollum.

Sjá myndband HÉR þegar skipið kom til Skagen.