föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta rækjan til vinnslu á 302 ISK á kílóið

22. maí 2013 kl. 11:16

Rækja

Nýtt lágmarksverð á rækju tekur gildi í Noregi

 

Nýtt lágmarksverð hefur verið ákveðið fyrir rækju í Noregi og gildir það frá 20. maí síðastliðnum. Fyrir stærstu fersku rækjuna sem skip landa til vinnslu, þ.e. 121 til 220 stykki í kíló, á að greiða að lágmarki 14 krónur norskar á kílóið (302 ISK).

Í næsta stærðarflokki fyrir neðan, þ.e. 221 til 250 stykki í kílói, er verðið 13 krónur norskar á kíló. Fyrir minnstu rækjuna sem flokkast 251 stykki í kíló og þar yfir eru greiddar 10 krónur fyrir kílóið.

Lágmarksverð fyrir soðna rækju til vinnslu er 36 krónur norskar á kílóið (778 ISK) fyrir rækju undir 121 stykki í kílói. Fyrir stærðarflokkinn 121 til 160 stykki í kílói eru greiddar 30 krónur norskar á kílóið. Verðið lækkar svo eftir því sem rækjan verður smærri.

Fyrir soðna rækja í neytendapakkningum eru greiddar 73,50 krónur norskar á kíló (1.588 ISK) og er ekki gert ráð fyrir að minni rækja en 120 stykki í kílói sé unnin. Þetta verð gildir til 11. ágúst. Verðið eftir það verður 60 krónur norskar á kíló og gildir til 18. maí 2014.