föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærstu dreifingaraðilar sjávarafurða í Bandaríkjunum

8. maí 2013 kl. 10:35

Tri Marine International selur mikið af túnfiski.

Sá stærsti velti um 175 milljörðum ISK á síðasta ári

 

Stærsti dreifingaraðili sjávarafurða í Bandríkjunum árið 2012, Tri Marine International, velti 1.500 milljónum dollara, eða um 175 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt lista sem tímaritið SeaFood Business birti yfir 25 stærstu birgja sjávarafurða í Bandaríkjunum.

Tri Marine International er meðal annars mjög stór í sölu á túnfiskafurðum. Alls veltu 25 stærstu dreifendur 12.786 milljónum dollara í fyrra, eða sem samsvarar 1.490 milljörðum íslenkra króna.

Í fjórða sæti er kanadíska fyrirtækið High Liner Foods sem keypti Icelandic USA. Segir í greininni að velta Icelandic hafi verið 460 milljónir dollara árið 2007 en farið niður í 256 milljónir árið 2011.

Tíu stærstu dreifingaraðilar sjávarafurða í Bandaríkjunum samkvæmt lista SeaFood Business eru:

1.      Tri Marine International, 1.500 milljónir dollara

2.      Bumble Bee Foods, 1.000 milljónir

3.      Thai Union International, 980 milljónir

4.      High Liner Foods, 943 milljónir Kanadadollara

5.      Nippon Suisan USA (Nissu), 810 milljónir

6.      StarKist, 711 milljónir

7.      American Seafoods Group, 534 milljónir

8.      Mazzetta Co., 525 milljónir

9.      Cooke Aquaculture, 500 milljónir

10.  Yihe Corp., 500 milljónir

Inn á þennan lista vantar fyrirtæki eins og Trident Seafood sem vitað er að velti 1,25 milljörðum dollara árið 2009. Einnig vantar, Pacifick Seafood og Red Chamber sem einnig hefðu raðað sér í efstu sætin.