laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stakkavík stokkar upp

30. janúar 2014 kl. 08:00

Tölvulíkan af bátunum sem Seigla er að smíða fyrir Stakkavík.

Tveir 30 tonna bátar í smíðum, einn bátur lengdur og annar yfirbyggður

Miklar beytingar verða á flota krókaaflamarksbáta hjá Stakkavík efh. í Grindavík. Tveir öflugir bátar eru í smíðum fyrir útgerðina og verið að breyta tveimur bátum. Eftir það mun smábátaútgerð félagsins byggjast á krókabátum af stærri gerðinni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Stakkavík er stærsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu með 3.112 þorskígildistonna kvóta í upphafi fiskveiðiársins, eða 7,4% af heildarkvóta krókaaflamarksbáta.

Hjá Seiglu á Akureyri er verið að smíða tvo 30 brúttótonna krókaaflamarksbáta fyrir Stakkavík. Bátarnir verða 5,6 metrar á breidd og mesta lengd um 14,4 metrar. Þeir verða svipaðir og Saga K sem Seigla smíðaði fyrir Íslendinga í Noregi 2012.

Á síðasta ári keypti Stakkavík Árna í Teigi GK sem er tæp 25 brúttótonn og um 13,8 metrar að lengd. Báturinn hefur fengið nafnið Guðbjörg GK og verið er að byggja yfir hann hjá Siglufjarðar-Seig.

Hjá Siglufjarðar-Seig er einnig verið að lengja Stakkavíkurbátinn Unu GK um 2,2 metra þannig að báturinn verður um 15 metrar að lengd.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.