laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stór kolmunnaárgangur 2013

28. maí 2014 kl. 15:59

Kolmunnaveiðar. (Mynd: Hlynur Ársælsson).

Vænta má að hann bætist við veiðistofninn á næsta ári.

Í nýafstöðum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar til mælingar á kolmunna og norsk-íslenskri síldi (sjá sérstaka frétt um síldina hér á vefnum) var útbreiðsla kolmunna könnuð með landgrunnskantinum fyrir suðvestan og sunnan land og fannst mikið magn kolmunna þar. Var það að megninu til eins árs kolmunni. 

Við landgrunnskant Færeyja og Noregs, svo og í úthafinu var jafnframt vart við töluvert magn af sama árgangi. Þessi sameiginlegi leiðangur nær að öllu jöfnu að litlu leyti yfir útbreiðslusvæði fullorðins kolmunna, en gefur góða mynd af útbreiðslu

og magni ungfisks. Niðurstöðurnar benda því til að árgangurinn frá 2013 kunni að verða stór, en vænta má að hann bætist í veiðistofninn á næsta ári.

Frá þessu er skýrt á vef Hafrannsóknastofnunar.