þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórfellt túnfisksvindl afhjúpað á Ítalíu

2. ágúst 2011 kl. 16:51

Túnfiskur á markaði í Japan en þangað fer stærstur hluti bláuggatúnfisksins frá Evrópu.

Sönnunargögn um eitt þúsund brot og 70 aðilar liggja undir grun.

Hafnaryfirvöld í La Maddalena á ítölsku eyjunni Sardiníu hafa afhjúpað umfangsmikla ólöglega verslun með bláuggatúnfisk. Fyrir liggja sönnunargögn um að gildandi lög og reglur hafi verið brotnar í að minnsta kosti eitt þúsund tilvikum vegna viðskipta að fjárhæð 4 milljónir evra eða jafnvirði  660 milljóna íslenskra króna.

 Á sjávarútvegsvefnum Fis.com segir að svindlið, sem skipulögð glæpasamtök kunni að vera viðriðin, hafi falist í því að falsa skjöl eða sniðganga á annan hátt lög og reglur Evrópusambandsins um veiðar og verslun með bláuggatúnfisk sem talinn er í útrýmingarhættu.

 Rannsóknin fór fram á heildsölumarkaði í Arzachena-héraði á Sardiníu og liggja eigendur samtals um 70 markaða og dreifingarstöðva undir grun.