laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórt línuskip bætist í flotann

26. júní 2008 kl. 14:45

Ný Kristrún RE-177 kom til heimahafnar í Reykjavík í fyrsta sinni í lok síðustu viku.

Fiskkaup hf. keyptu skipið frá Kanada og kemur það í staðinn fyrir samnefnt skip sem Fiskkaup hafa gert út um árabil.

Nýja skipið er 764 brúttótonn að stærð, 47,70 metrar að lengd og 9 metrar að breidd. Í því er þúsund hestaafla Caterpillar aðalvél. Skipið var smíðað hjá Solstrand í Noregi árið 1988.

Kristrún RE er með frystibúnað um borð og var smíðað sem línuskip. Kristrún RE verður í hópi stærstu beitningarvélabáta landsins og fyrirhugað er að frysta hluta aflans um borð. Skipið fer fyrst á grálúðunet en síðar er áformað að setja í það nýja línubeitningarvél.

Nánar er fjallað um skipið og áform útgerðarinnar í Fiskifréttum sem komu út í dag.