fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðikvóti í maí á svæði A að klárast

18. maí 2010 kl. 12:00

Hratt gengur á strandveiðikvótann í maí á svæði A frá Snæfellsnesi til Súðavíkur. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um stöðvun veiða á því svæði frá og með næstkomandi fimmtudegi 20. maí.

Fjöldi útgefinna strandveiðileyfa er nú kominn yfir fjögur hundruð.  Af þeim hafa 326 bátar hafið veiðar og landað alls 461 tonni úr 777 sjóferðum að meðaltali 593 kg í róðri, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Fiskistofa hefur enn aukið þjónustu sína.  Nú er hægt að fylgjast með afla strandveiðibáta, fjölda þeirra og tíðni landana.  Upplýsingarnar uppfærast daglega og eru sundurgreindar eftir svæðum, svo og heildarsamantekt.