þriðjudagur, 24. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

SVG fagnar sölu Gildis á HB Granda

Gudjon Gudmundsson
21. ágúst 2019 kl. 10:39

Lagði fram tillögu þess efnis í nóvember 2018

 

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur fagnar því að stjórn Gildis lífeyrissjóðs hafi tekið þá ákvörðun að selja öll hlutabréf sjóðsins í HB Granda, nú Brim hf. 

Á sjóðsfélagafundi Gildis þann 24. nóvember 2018 lagði Einar H.Harðarsson, formaður SVG, fram tillögu þess efnis. Tillagan var ígrunduð á vantrausti á  H.B Granda í ljósi viðskiptafléttu fyrirtækisins  sem gæti skaðað m.a. launarétt sjómanna. 

"Stjórn SVG vill koma á framfæri þakklæti til stjórnar Gildis fyrir hönd stærsta sjómannafélags landsins," segir í tilkynningu frá félaginu.