mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýningardögum breytt

1. október 2015 kl. 16:00

Frá Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014

Íslenska sjávarútvegssýningin verður næst frá miðvikudegi til föstudags.

Skipuleggjendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar hafa ákveðið að næsta sýning verði haldin 13.-15. september 2017 en það er frá miðvikudegi til föstudags. Fyrri sýningar hafa verið frá fimmtudegi til laugardags. Í frétt frá sýningarhöldurum kemur fram að breytingin hafi verið gerð að ósk sýnenda eftir að fram fór könnun þeirra á meðal um heppilega sýningardaga. 

Næsta sjávarútvegssýning verður sú 12. í röðinni en hún hefur verið haldin á þriggja ára fresti. Sýningin hefur farið stækkandi á síðustu árum og voru sýningargestir 15.219 síðast sem var 12% fjölgun frá sýningunni á undan. Í tengslum við sýninguna eru Íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent í mörgum flokkum og ráðstefnur haldnar. Ráðstefnan sem tengist næstu sýningu verður um fullvinnslu á fiski og nýtingu aukaafurða.