sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæp 7 milljón tonn veiddust af Perúansjósu

22. desember 2011 kl. 14:23

Ansjósa

54% heimsaflans veiddust í Kyrrahafi

Af þeim 90 milljónum tonna af sjávarfangi sem veiddust árið 2009 komu 48,5 milljónir tonna upp úr Kyrrahafi, eða um 54% af heildinni. Atlantshafið er í öðru sæti með 18,2 milljónir tonna, Indlandshafið er með 10,7 milljónir tonna og loks veiddust 10,3 milljónir tonna af sjávarfangi í innhöfum og vötnum.

Alls veiddust um 6.910 þúsund tonn af Perúansjósu sem var mest veiddi fiskurinn á árinu 2009. Randatúnfiskur er önnur mest veidda fisktegundin í heiminum árið 2009 með um 2.600 tonn og síldin er í þriðja sæti. Af henni veiddust um 2.500 tonn. Alaskaufsi sem var í öðru sæti 2008 færist niður í fjórða sæti 2009, fer úr um 2.650 tonnum í um 2.500 tonn. Þorskur er í 11. sæti en um 865 þúsund tonn veiddust af honum.