sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

TF-SIF, ný flugvél LHG, kemur til landsins í dag

1. júlí 2009 kl. 12:30

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-SIF lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag, miðvikudaginn 1. júlí kl. 15:00, á afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar í dag en þann 5. mars 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands smíði á nýrri eftirlits- og björgunarflugvél fyrir Landhelgisgæslu Íslands í stað TF-SYN, Fokker vélar Landhelgisgæslunnar sem þjónað hefur gæslunni dyggilega í rúm 32 ár en er komin til ára sinna bæði hvað varðar tæknibúnað og getu.

Flugvélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru flugvélar sömu tegundar notaðar hjá strandgæslum, eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim við góðan orðstír.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar.