mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórir SF aflahæstur humarbátanna

30. september 2015 kl. 09:19

Humar

Veiðst hafa 1.323 tonn af humri frá áramótum

Frá áramótum hafa veiðst 1.323 tonn af humri við Ísland. Sex bátar hafa aflað yfir 100 tonn á þessum tíma. Þetta kemur fram í samantekt á www.aflafrettir.is. 

Þórir SF er aflahæstur humarbátanna með 230 tonn frá áramótum. Næst kemur Skinney SF með 193 tonn, Jón á Hofi ÁR með 189 tonn, Drangavík VE með 155 tonn, Fróði II ÁR með 149 tonn og Brynjólfur VE með 110 tonn. 

Alls hafa 14 bátar verið á humarveiðum, mismiklum þó. Þannig fór tveir aflaminnstu bátarnir einungis í tvo og þrjá róðra frá áramótum.