mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorsk- og ýsuveiðar Rússa í vottunarferli MSC

26. mars 2012 kl. 08:54

MSC umhverfismerkið

Um er að ræða veiðar í Barentshafi í rússneskir og norskri lögsögu.

Samtök fiskimanna norðursins, sem í eru meðalstórar og smærri útgerðir í Norðvestur-Rússlandi, eru komnar í vottunarferli með þorsk- og ýsuveiðar sínar í Barentshafi í lögsögum Rússlands og Noregs. Nái vottunin fram að ganga mun hún  ná til veiða á 114.000 tonnum af þorski og 50.000 tonna af ýsu.

Áður hafði rússneska stórútgerðin Ocean Trawlers tryggt sér MSC-vottun fyrir þorsk- og ýsuveiðar sínar, þannig að ef áðurnefnd samtök fá vottun verða allar veiðar Rússa á þorski og ýsu í Barnetshafi MSC-vottaðar, að því er fram kemur í frétt frá MSC.

Sem kunnugt er hafa Norðmenn nú þegar aflað sér vottunar fyrir sínar veiðar á þessum tegundum í Barentshafi.