sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskárgangurinn 2011 meðal stærstu árganga frá 1985

12. apríl 2012 kl. 11:05

Nýliðun þorsks á síðasta ári lofar góðu.

Stofnvísitala þorsks hefur ekki verið hærri í 27 ár

Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi.

Stofnvísitala þorsks hækkaði fimmta árið í röð og hefur ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunarinnar um niðurstöður nýafstaðins togararalls.

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Við sunnanvert landið var holdafar þorsks (slægð þyngd miðað við lengd) með því besta sem verið hefur frá 1993, þegar vigtanir hófust. Fyrir norðan var þorskur í betri holdum og lifrarmeiri en verið hefur frá 1996.

Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma

Sjá nánar fréttatilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.