þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur gleypti bjórdós - MYNDBAND

23. október 2013 kl. 14:12

Þorskur

Fjórir þorskhausar og ein bjórdós leyndust í maga þorsksins

Þorskar leggja sér ýmislegt til munns. Tveir norskir sjómenn ráku upp stór augu þegar þeir slægðu þorsk fyrir skömmu því í maga hans reyndist vera bjórdós og þorskhausar.

Frá þessu var greint í norska ríkissjónvarpinu. Sjómennirnir voru á línuveiðum í Malangen í Troms-fylki. Þorskurinn sem um ræðir var einkennilega harður viðkomu þannig að ákveðið var að taka slæginguna upp á myndband, sem sjá má hér.

Þegar maginn var tæmdur komu í ljós fjórir þorskhausar og einn hausinn greinilega af stórþorski. Auk þess hafði þorskurinn gleypt bjórdós. Norðmenn hafa gjarnan þann háttinn á að hausa þorskinn úti á sjó og kasta hausunum.

„Ég hef fundið síld í maga þorsks en aldrei jafnmarga þorskhausa og nú og alls ekki öldós. Við vorum að grínast með að hann hefði orðið þyrstur eftir hausana. Það er ekki óvanalegt að fá sér bjór eftir slíka máltíð!“ sagði annar sjómannanna í viðtali við norska ríkissjónvarpið.