fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur í sushi-rétti

11. apríl 2014 kl. 15:18

Norðmenn binda vonir við að þorskur verði annar vinsælasti sushi-bitinn á eftir laxi

Norskir framleiðendur og markaðsmenn vinna nú að því að gera þorskinn að sælkeramat fyrir unnendur sushi-rétta. Tilraunavinnsla fer nú fram og er eftirspurn vaxandi, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Það er norska fyrirtækið Goldwater Prawns sem hefur sent þorskinn til framleiðanda á sushi-bitum í Víetnam. Verkefnið er styrkt af nýsköpunarsjóði í Noregi. Þorskurinn er veiddur í Barentshafi og fyrstur um borð í veiðiskipum. Þaðan fer hann til Kína til frekari vinnslu og loks til Trung Son Corp, samstarfsaðila Norðmanna í Víetnam.

Trung Son Corp sérhæfir sig í framleiðslu á sérskornum sushi-bitum sem seldir eru til Japans. Norðmennirnir segja að þorskurinn hafi fengið góðar viðtökur og þeir gera sér vonir um að þorskur komist í tísku sem sushi-biti og verði í öðru sæti að vinsældum næst á eftir laxinum.