þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskurinn sækir langt norður í Barentshaf

8. október 2013 kl. 09:48

Útbreiðsla þorks í Barentshafi í ágúst og september 2013 (kg á togtíma). Kortið er af vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Mesti þéttleikinn fannst austan við Svalbarða og vestan Frans-Jósefslands.

Í árlegum leiðangri norskra og rússneskra vísindamanna í Barentshafi fannst mesti þéttleiki þorsks langt norður í hafinu, milli 78. og 80. gráðu, nánar tiltekið austan Svalbarða og suðvestan Frans-Jósepslands. Á þessuy svæði var einnig mikið af loðnu, sem er mikilvægasta fæða þorskins. 

Þetta er þó ekki met í sókn þorskins norður á bóginn því í fyrra fannst þorskur allt norður á 82. gráðu og hafði ekki áður fundist svo norðarlega. 

Þetta kemur fram á vefsíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Þar segir ennfremur að útbreiðsla þorsks hafi  náð yfir mestan hluta Barentshafs.