mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskurinn of stór fyrir flökunarvélarnar

15. febrúar 2013 kl. 08:05

Þorskur á línu. (Mynd: Kr. Ben.).

Fiskur yfir sjö kíló er handflakaður hjá Vísi á Þingeyri

 

Þorskurinn sem Jóhanna Gísladóttir ÍS kemur með að landi og er unninn hjá fiskvinnslu Vísis ehf. á Þingeyri er að stórum hluta of stór fyrir flökunarvélar fiskvinnslunnar. Fiskur sem er yfir sjö kíló er handflakaður sökum þess að flökunarvélarnar ráða ekki við hann en mikið af afla Jóhönnu hefur verið um eða yfir 10 kíló að sögn Sigríðar Kristínar Ólafsdóttur, verkstjóra. Frá þessu er greint á bb.is.

„Við höfum flakað svona stóran þorsk í nokkrar vikur. Hann hefur verið að veiðast í Víkurálnum út af Látrabjargi. Þetta er 10 kílóa fiskur en inn á milli slæðast 25 kílóa risar,“ segir Sigríður. Fyrir stuttu var landað í 230 kör og þar af voru 100 kör af stórum fiski sem þurfti að handflaka. Í síðustu viku voru unninn 100 tonn af svo stórum fiski hjá Vís.,“ segir Sigríður ennfremur.

Sjá nánar http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=180057