þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskvótinn 239 þús. tonn næsta fiskveiðiár

11. júní 2015 kl. 12:22

Þorskur

Hæsta þorskaflamark í 15 ár.

Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er 239 þúsund tonn en útgefið aflamark fyrir yfirstandandi fiskveiðiár er 216 þúsund tonn. Aukningin er því 23 þús. tonn. 

Þetta er í samræmi við þá 20% aflareglu sem verið hefur í gildi síðustu ár. Aflareglan hefur verið til endurskoðunar í sérstakri nefnd að undanförnu en Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar upplýsti á fundi með fréttamönnum í morgun að sjávarútvegsráðherra hefði að tillögu nefndarinnar lagt til við ríkisstjórnina að 20% aflareglan gilti áfram næstu 5 árin. 

Um þróun þorskstofnsins á næstu árum sagði Jóhann að líkur væru á að viðmiðunarstofninn myndi haldast svipaður og hann er nú fram til 2019. 

Því má bæta við að þorskaflamark hefur ekki verið hærra síðan árið 1999 eða í fimmtán ár.