þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðjungi meiri þorskafli í janúar

15. febrúar 2016 kl. 09:05

Þorskur á ís.

Lítill sem enginn loðnuafli dró heildaraflann niður um 20%.

Afli botnfisktegunda nam rúmum 35 þúsund tonnum í janúar sem er aukning um 10%, þar af var af þorskaflinn rúm 23 þúsund tonn sem er 30% meira en í janúar 2015.

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 74 þúsund tonn í janúar, sem er 20% minni afli en í janúar 2015. Munar þar mest um loðnu þar sem aflamagnið var um 1.500 tonn samanborið við 45 þúsund tonn í janúar 2015. Afli kolmunna jókst hinsvegar mikið á milli ára, var tæp 29 þúsund tonn samanborið við tæp 10 þúsund tonn í janúar 2015.

Aflinn í janúar metinn á föstu verði var 6,3% minni en í janúar 2015.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.