þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrír íslenskir togarar sektaðir í Noregi

1. mars 2016 kl. 09:54

Ýsa

Norðmenn herða framkvæmd reglna um meðafla af ýsu.

Norska strandgæslan hefur sektað þrjá íslenska togara nýverið, Kleifaberg RE, Mánaberg ÓF og Þerney RE, auk togara frá fleiri þjóðum vegna gruns um beinar ýsuveiðar innan norsku efnahagslögsögunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. ´

Útgerð og skipstjóri Mánabergs ÓF fengu samtals sekt upp á 8,1 milljón ISK. Útgerð og skipstjóri Þerneyjar RE fengu samtals rúmlega 13 milljóna króna sekt og útgerð og skipstjóri Kleifabergs RE fengu tæpar 6 milljónir í sekt. 

"Það var enginn að fela neitt. Ýsa var innan marka í heildina en fór yfir leyfileg mörk í einstökum holum. Þá ber mönnum að bregðast við með ákveðnum hætti sem ekki var gert. Það leiddi til sektarinnar," segir Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma hf. í samtali við Morgunblaðið.