þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þúsundasta Glorían um borð í Hákon EA

2. október 2013 kl. 08:00

Hákon EA tekur trollið um borð. (Mynd af vef Hampiðjunnar).

Hefur reynst mjög vel á makrílveiðunum.

Fyrr í sumar var gengið frá samningi milli útgerðarfélagsins Gjögurs hf. og Hampiðjunnar um kaup félagsins á 1600 metra Gloríumakrílflottrolli fyrir fjölveiðiskip útgerðarinnar, Hákon EA 148. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að um er að ræða þúsundasta Gloríuflottrollið sem framleitt hefur verið hjá trolldeild Hampiðjunnar hérlendis.

,,Þetta er fyrsta sérhannaða uppsjávartrollið sem við notum en við erum einnig með stærra flottroll um borð. Það hefur þó aldrei virkað mjög vel á makrílveiðum. Við höfum notað nýja flottrollið frá því að vertíðin hófst í byrjun júlí. Byrjunin var reyndar ekki góð því við rifum belginn fljótlega en eftir það hefur allt gengið eins og í sögu og veiðin hefur verið góð,“ segir Björgvin Birgisson skipstjóri á Hákoni EA í viðtali á vefsíðu Hampiðjunnar.  

Upphaf Gloríunnar má rekja til úthafskarfaveiðanna sem hófust hjá frystitogaraflotanum árið 1989, suðvestur af Reykjanesi. 

Sjá nánar á vef Hampiðjunnar.