föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tillögur um niðurskurð veiðiheimilda innan ESB fá lítinn hljómgrunn

4. júlí 2011 kl. 08:56

Fiskur

Framkvæmdastjórn ESB vill að kvóti í fisktegundum verði skorinn niður um 25% ef vísindalegar upplýsingar vantar

Flestir sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna hafna nýlegum tillögum framkvæmdastjórnar ESB sem fela það í sér að aflamark verði sjálfkrafa skorið niður um 25% liggi ekki fyrir fullnægjandi vísindalegar upplýsingar um ástand viðkomandi fiskstofna. Þetta kemur fram á fréttavefnum fis.com.

Maria Danamaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hefur beitt sér fyrir því að þessar tillögur nái fram að ganga. Hún segir að það sé sjálfsögð varúðarregla að draga úr veiðum og láta fiskinn njóta vafans. Sjávarútvegsráðherrar í ríkjum ESB telja hins vegar að hér sé alltof langt gengið. Spánverjar hafa einkum mælt þessu mót og segja að róttækur niðurskurður muni hafa of mikil félagsleg og efnahagsleg áhrif á Spáni. Sjávarútvegur þar geti ekki aðlagað sig að meiri en 15%niðurskurði. Þá telja þeir einnig alltof hratt farið í málið. Framkvæmdastjórn ESB vill að nýju reglurnar um ákvörðun aflamarks taki gildi þegar á næsta ári en Spánverjar vilja að huganlegar breytingar komi ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2015.