fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tillögur um sandsílakvóta eins og köld vatnsgusa

17. maí 2010 kl. 15:22

Veiðar á sandsíli í Norðursjónum hafa sjaldan farið betur af stað en í ár. Það kemur því sem köld vatnsgusa framan í fiskimenn að Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur aðeins til 253 þúsund tonna kvóta í ár. Fiskimenn á Norður-Jótlandi höfðu hins vegar vænst þess að kvótinn yrði að minnsta kosti 400 þúsund tonn eins og í fyrra.

Forsvarsmaður danskra útvegsmanna segir að rannsóknir vísindamanna byggist á röngum gögnum þar sem sandsílaveiðarnar í ár hófust þremur vikum seinna en oftast áður vegna þess hvað veturinn var harður.

Sandsílaveiðar eru með eindæmum góðar um þessar mundir. Veiðarnar eru mikil lyftistöng fyrir útgerðina og byggðarlögin. Þess vegna er mikilvægt að ákveða kvóta sem svarar til ástandsins í hafinu eins og við þekkjum það best, segja danskir útvegsmenn.