mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímabundin friðun á Látragrunni

14. september 2011 kl. 14:26

Steinbítur hringar sig um hrogn.

Gert vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbíts

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um tímabundna friðun vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni. Frá og með 15. september 2011 til og með 15. nóvember 2011 verða allar veiðar bannaðar á rannsóknasvæðinu. Rannsóknarsvæðið sem nú er lokað tímabundið er við hlið friðunarsvæðis sem lokað er þann 15. september.

Hafrannsóknastofnunin mun standa fyrir leiðangri til að rannsaka hrygningarsvæði steinbíts. Meðal þess sem fyrirhugað er að skoða er þéttleiki hrognaklasa steinbíts á Látagrunni sem metinn er með neðansjávarmyndavél. Rannsóknir sýna að hrygning steinbíts hefst seinnihluta septembermánaðar en eggjaklasarnir eru botnlægir og því berskjaldaðir fyrir botnvörpuveiðum.

Stór hluti fyrirhugaðs rannsóknarsvæðis verður fyrir utan friðunarsvæði steinbíts og því opið fyrir veiðum áður en rannsóknin fer fram. Ekki væri unnt að meta þéttleika eggjaklasa steinbíts á því svæði án lokunar þess, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.