föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Togari til rækjuveiða keyptur frá Írlandi

18. febrúar 2016 kl. 08:00

Dagur SK.

Dögun á Sauðárkróki yngir upp. Kaupverð 200 milljónir króna.

Dögun ehf. á Sauðárkróki hefur fest kaup á litlum togara frá Írlandi sem fengið hefur nafnið Dagur og einkennisstafina SK 17. Kaupverðið er um 200 milljónir króna. Skipið er 361 brúttótonn að stærð, 27 metra langt og 8,5 metra breitt,  smíðað árið 1998 á Spáni. Það kemur í stað Rastar SK sem smíðuð var í Noregi árið 1966 og yfirbyggð 1986.

„Ástæðan fyrir skipakaupunum er sú að Röstin er komin til ára sinna, orðin lúin og þreytt, og hentaði auk þess ekkert sérstaklega vel til rækjuveiða. Við stóðum því frammi fyrir þeirri ákvörðun að hætta útgerð eða fara í hana af meiri krafti. Nú erum við komnir með nýrra skip, sérútbúið til togveiða og með þrjú spil,“ segir Óskar Garðarsson framkvæmdastjóri Dögunar í samtali við Fiskifréttir. 

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.