mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tók sig upp bros þegar íslenski fiskurinn kom

20. janúar 2011 kl. 14:59

Fiskgámar sem bíða útflutnings.

Síðasta vika var ein sú versta í sögu fiskmarkaðarins í Grimsby

Fiskkaupendur í Grimsby gátu andað léttara nú í vikunni því þá barst í fyrsta sinn um nokkurra vikna skeið umtalsvert magn af fiski frá Íslandi á markaði á Humber-svæðinu. Frá þessu er greint á vefnum fishupdate.com og slegið upp í fyrirsögn að bros hafi tekið sig upp á ný þegar íslenski fiskurinn kom.

Á fyrstu þremur dögum vikunnar var landað 4 þúsund kössum í Grimsby. Enda þótt verðið hafi verið hátt lækkaði það aðeins frá fyrri viku. Aldrei fyrr hefur jafnlítið framboð verið af fiski frá því vikurnar fyrir jól og þar til nú. Fisksölumenn hafa haft miklar áhyggjur af ástandinu. Síðasta vika var til dæmis sú versta í sögu markaðarins í Grimsby en þá bárust aðeins nokkuð hundruð kassar af fiski tvo “annasömustu” dagana. Óveðri á Íslandsmiðum er kennt um en einnig er það rifjað upp að sjávarútvegsráðherra lagði 5% kvótaskerðingu á útfluttan óunninn fisk frá Íslandi. Sagt er að margir telji það aðalástæðuna fyrir þorskleysinu í Grimsby.