sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæp 90% hafa veiðst af ýsukvóta

14. ágúst 2008 kl. 11:34

Ágætlega gengur að veiða ýsukvóta fiskveiðiársins og ekki útlit fyrir að mikið verði eftir af kvótanum þegar nýtt kvótaár gengur í hönd.

Í byrjun vikunnar höfðu veiðst 82.828 tonn af ýsu eða um 89% af 93.594 tonna aflamarki á fiskveiðiárinu miðað við slægðan fisk. Aflamarksbátar höfðu veitt 67.817 tonn og áttu þeir eftir að veiða 7.640 tonn.

Krókaaflamarksbátar höfðu veitt 15.011 tonn og áttu eftir að veiða 3.125 tonn.

Þess ber að geta að smábátarnir hafa leigt til sín 3.365 tonn af ýsu á fiskveiðiárinu úr stóra kerfinu.