mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trillukarlar á Hornafirði: Burt með línuívilnun og byggðakvóta

20. október 2008 kl. 13:11

Smábátaeigendur á Hornafirði hafa nokkra sérstöðu í hópi trillukarla á landinu því þeir vilja að línuívilnun verði aflögð og byggðakvóti sömuleiðis.

Að þessu leyti eru þeir skoðanabræður útgerðarmanna stærri báta og skipa.

Í ályktun frá aðalfundi Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Hornafirði, er farið fram á að línuívilnun verði aflögð með öllu og þeim veiðiheimildum sem settar hafi verið í línuívilnun verði skilað. Jafnframt að byggðakvóti verði lagður af.

Bent er á að á undanförnum árum hafi menn fjárfest í veiðiheimildum.

Á sama tíma og verið sé að greiða af lánum sé öðrum útgerðum réttar veiðiheimildir án endurgjalds. Slík mismunun sé með öllu óviðunandi.

Frá þessu og fleiru er skýrt á vef LS, www.smabatar.is