þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trillukarlar hafa ekki bolmagn til að bjóða í kvótann

3. mars 2011 kl. 09:58

Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri Ný-Fisks

Uppboðsleiðin getur leitt til þess að þeir stóru stækki enn frekar

,,Að mínu viti er of lítið talað um hvað á að gera í staðinn fyrir það sem tekið verður frá mönnum hvort sem uppboðs- eða samningaleiðin verður valin. Hverjir eiga að fá að veiða fiskinn og hvernig á að skipta úthlutuninni?” segir Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Ný-Fisks í Sandgerði, í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.

,,Ég hef enga trú á að einstaka trillukarlar, sem halda fiskmörkuðunum uppi í dag, hafi bolmagn til að bjóða í veiðiheimildirnar, þegar búið verður að hirða af þeim kvótann og þeir sitja uppi með skuldirnar, á móti stóru fyrirtækjunum sem eru innundir hjá bönkunum. Og eru það ekki einmitt þessi stóru fyrirtæki sem verið er að reyna ná kvótanum af? Ef ekkert verður að gert munu hinir stóru og sterku sitja einir að veiðunum og ná endanlegum yfirráðum yfir auðlindinni með bankana sem bakhjarl,“ segir Birgir.

 Ný-Fiskur kaupir stærsta hluta hráefnisins síns á fiskmörkuðum en á tvo 15 tonna beitningavélabáta, Von GK og Kidda Lár GK. Annar báturinn er aðeins gerður út vegna lélegrar kvótastöðu, en þeir mega veiða um 800 tonn óslægt.  

Sjá nánar viðtal við Birgi Kristinsson í nýjustu Fiskifréttum.