þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Triton reynir að kaupa Findus

26. júní 2012 kl. 11:11

Matvælafyrirtæki í sjávarútvegi ganga í kaupum og sölum.

Fjárfestingarfélagið Triton Partners sem reyndi á síðasta ári, án árangurs, að kaupa Icelandic Group hefur að sögn sjávarútvegsvefsins FISHupdate.com  gert tilboð í matvælarisann Findus sem er í eigu Young´s Seafood. Tilboð Triton er sagt jafngilda 240 milljónum punda eða tæplega 47 milljörðum króna en stór hluti tilboðsins felst í yfirtöku skulda. 

Blackstone og BC Partners hafa samkvæmt sömu heimild boðið sameiginlega þrjár milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 380 milljarða króna í Iglo Group sem meðal annars á Bird‘s Eye vörumerkið í Bretlandi. Tilboðið var talið of lágt og var því hafnað. Talið víst að það verði hækkað.

Permira sem á Iglo setti fyrirtækið á sölu fyrir tveimur mánuðum en keypti það upphaflega af Unilever fyrir 1,2 milljarða punda, 235 milljarða króna árið 2006.