þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tveir nýir fóðurprammar fyrir 250 milljónir

8. september 2016 kl. 11:14

Dráttarbátur kemur með nýjan fóðurpramma Arnarlax til Bíldudals. (Mynd Guðmundur Bjarnason)

Uppbygging hjá Arnarlaxi á sunnanverðum Vestfjörðum

Mikil uppbygging hefur verið hjá Arnarlaxi á Vestfjörðum. Fyrirtækið er í örum vexti og stefnt er að 10 þúsund tonna framleiðslu á næsta ári. Fjárfest hefur verið í nýjum fullkomnum búnaði. Þar á meðal eru tveir nýir fóðurprammar sem kosta um 250 milljónir króna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. 

Fóðurpramminn mælist um 320 tonn og er á stærð við lítinn togara. Pramminn er keyptur frá Noregi en smíðaður í Póllandi og var dreginn hingað til lands. Hann tekur um 300 tonn af fóðri. Pramminn er staðsettur við kvíaþyrpingar með um 6 kvíum. Góð aðstaða er fyrir starfsmenn um borð. Stjórnkerfi og myndavélakerfi er um borð en prammanum er í raun stjórnað úr miðstýrðri fóðurstöð í landi. Stefnt er að því að kaupa tvo pramma til viðbótar.  

Tvö laxeldisfyrirtæki voru til skamms tíma á sunnanverðum Vestfjörðum, þ.e. Arnarlax í Bíldudal og Fjarðarlax. Fyrr á þessu ári keypti Arnarlax það síðarnefnda og hefur rekstur fyrirtækjanna verið sameinaður. Starfsemi Fjarðarlax var tekin yfir 1. júní síðastliðinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.