laugardagur, 6. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvö farþegaskip afboða komu sína

19. mars 2020 kl. 14:00

Eins og við var að búast þá hafa skemmtiferðaskip afboðað komu sína til Reykjavíkur. Mynd/HAG

Faxaflóahöfnum hafa borist síðustu daga tilkynningar um að skemmtiferðaskipin Balmoral og Astoria afboði komu sína til Reykjavíkur.

Faxaflóahöfnum hafa borist síðustu daga tilkynningar um að skemmtiferðaskipin Balmoral og Astoria afboði komu sína til Reykjavíkur. Skipin áttu að koma til hafnar í fyrradag og svo 9. maí næstkomandi.

Þetta er í samræmi við útgefna aðgerðaáætlun skipafélagana þar sem þær lýsa yfir að skip muni ekki sigla yfir ákveðin tíma til að vinna á móti frekari smiti Covid-19.

Með þessu er ljóst að skemmtiferðaskip mun ekki koma til hafnar í Reykjavík fyrr en í fyrsta lagi 11. maí, að því gefnu að frekari afboðanir berist ekki næstu daga.

Nýlega var birt áætlun um að 187 farþegaskipa kæmu til Faxaflóahafna árið 2020 með 203.214 farþega.