miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvö íslensk skip á síldveiðum í norsku lögsögunni

22. janúar 2009 kl. 11:13

Tvö íslensk skip eru nú komin á veiðar á norsk-íslenskri síld í norsku lögsögunni, Vilhelm Þorsteinsson EA og Guðmundur VE, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Venja er að íslensku skipin veiði síldarkvóta sinn í norsku lögsögunni á haustin en sinni öðrum verkefnum á fyrrihluta ársins. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, sagði í samtali við Fiskifréttir að ákveðið hefði verið að senda Guðmund á veiðar á norsk-íslenskri síld þar sem dræm veiði hefði verið á kolmunna við Færeyjar og útlit fyrir loðnuveiðar væri slæmt. ,,Það er gott að eiga einhvern leik í stöðunni sem er frekar döpur,“ sagði Eyþór.

Sjá nánar í Fiskifréttum.