sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvo norsk skip dregin út til Íslandsveiða

2. mars 2009 kl. 11:10

Alls sóttu útgerðir 32 skipa um leyfi norsku fiskistofunnar til að veiða keilu, löng og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu á þessu ári en aðeins tvö skip voru dregin úr pottinum, þau Keltic og Stålholm.

Frá þessu er skýrt vef norsku fiskistofunnar. Sem kunnugt er hafa Norðmenn leyfi til að veiða samtals 500 tonn af þessum tegundum við Ísland ásamt meðafla í þorski og er það í samræmi við gagnkvæman fiskveiðisamning landanna sem gerður var í framhaldi af Smugudeilunni