mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úkraína missti sjávarútveg sinn

7. maí 2014 kl. 12:33

Krímskagi og umhverfi.

Miðstöð sjávarútvegs landsins var á Krímskaga.

Úkraína missti stærsta hluta sjávarútvegs síns þegar íbúar á Krímskaganum við Svartahaf lýstu yfir sjálfstæði í atkvæðagreiðslu í mars síðastliðnum. Miðstöð sjávarútvegsins var á skaganum og þar hefur 70% fiskframleiðslu landsins verið. Samkvæmt opinberum tölum nam heildarafli Úkraínu 216 þúsund tonnum á síðasta ári.

Þetta kemur fram í breska sjávarútvegsblaðinu Fishing News International. Þar segir ennfremur að um helmingur þess fisks sem unninn sé á svæðinu fari til mjölframleiðslu, einkum ansjósa og brislingur, en auk þess séu síld, aborri, leirslabbi og fleiri tegundir unnar til manneldis. Um 100 þúsund tonn af fiskafurðum frá Krímskaga hafa borist til markaða meginlands Úkraínu á ári. 

Gert er ráð fyrir að það dragi úr fiskframboði frá skaganum á þessu ári vegna pólitískrar óvissu. Enginn vill vera í skotlínu ef til átaka kæmi.