fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsetning sjávarútvegssýningar í fullum gangi

26. september 2016 kl. 13:00

Uppsetning sýningarinnar í Laugardalshöll stendur nú yfir.

Verður haldin í Laugardalshöll frá miðvikudegi til föstudags.

Uppsetning sýningarinnar Sjávarútvegur 2016 / Iceland Fishing Expo 2016 er nú í fullum gangi í Laugardalshöll en sýningin verður opnuð á miðvikudag. Að sögn sýningarhaldara verða sýnendur yfir eitt hundrað talsins, bæði innlendir og erlendir. Sýningin verður í báðum sýningarsölum Laugardalshallarinnar og einnig á útisvæði.

Opnunarhóf fyrir boðsgesti sýningarinnar verður kl. 14:00 á miðvikudag og klukkustund síðar verður sýningin opnuð almenningi. Hún stendur til föstudags.