mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Út af með aðkomumenn!

23. júní 2015 kl. 11:46

Magnús Kristinsson

Magnús Kristinsson svarar bæjarstjóranum í Eyjum.

Magnús Kristinsson er harðorður í garð bæjarstjórans í Vestmannaeyjum vegna ummæla hans um söluna á Bergi-Hugin til Síldarvinnslunnar. Í grein með ofangreindri fyrirsögn sem birtist í Morgunblaðinu í dag og á vef Eyjafrétta vekur Magnús athygli á því að félagið hafi á árunum 1996-2009 keypt 4.740 tonna aflaheimildir í botnfiski að langmestu leyti frá útgerðaraðilum í öðrum byggðarlögum. Þetta voru um 80% af aflaheimildum útgerðarinnar. 

„Ég man ekki til þess að bæjarstjórinn hafi gert athugasemdir við þau viðskipti. Bæjarstjórinn hefur nú í á þriðja ár haldið því fram að ég hafi selt kvótann frá Vestmannaeyjum. Þetta er auðvitað rangt því ég seldi félagið árið 2012 og það gerir enn út frá Vestmannaeyjum eins og ekkert hafi í skorist. [...]. Það er því undrunarefni að bæjarstjórinn og aðrir bæjarfulltrúar skuli ekki bjóða nýja og öfluga eigendur velkomna til starfa í Vestmannaeyjum og leggja frekar grunninn að góðu samstarfi í stað þess að ala á tortryggni og óvild,“ segir Magnús Kristinsson.

Sjá greinina í heild á vef Eyjafrétta.