fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útgerðarmenn þrýsta á um frekari loðnumælingar

28. janúar 2016 kl. 17:02

Loðna

Funda með sjávarútvegsráðherra næstkomandi mánudag.

Forsvarsmenn útgerða í uppsjávarveiðum funda með sjávarútvegsráðherra á mánudag en útgerðarmenn kalla eftir frekari rannsóknum í þeirri von að mælingar á stofnstærð loðnunnar sýni að tilefni sé til að gefa út aukinn kvóta. Þetta kemur fram á vef  RÚV.

Almennt er mikil ánægja með samvinnu útgerðanna og Hafrannsóknarstofnunar um tillhögun rannsókna á stofnstærð loðnu í ár. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun fylgjast mjög vel með og grípa til sinna ráða ef þörf verður talin á.

Að sögn Þorsteins Sigurðssonar hjá Hafrannsóknarstofnun er ekki hægt að útiloka frekari rannsóknir en farið verður yfir stöðuna á fundi með útgerðarmönnum í dag.